Bjórsmakk-Víkingleikar-Bárunni

Í fyrsta skipti fyrir utan höfuðborgarsvæðið mun verða boðið uppá Víking leika.

Víking-leikar eru uppákoma fyrir alla. Farið er í ferðalag um sögu bjórs og brugghefðar Víking Ölgerðar, ásamt því að veittur er fróðleikur um skemmtanamenningu landans frá landnámi til vorra daga. Bragðað er á mismunandi bjórtegundum og att kappi í skemmtilegum leikjum.

Víking-leikar eru afbragðs afþreying fyrir hópa og einstaklinga sem þyrstir í skemmtilega upplifun og í senn aukna þekkingu á bjór, sögu hans og hefð. Að leikum loknum tekur við gleðistund þar sem ölið flæðir og leikendur fagna áður en haldið er af stað út á lífið. Hér er veitt vel, smakkað lengi og leikið af þrótti í anda Ægis, konungs hafsins og bruggmeistara með meiru.

Drekk og ver glaðr!

Þetta verður á Bárunni þann 12 febrúar kl 21.00
Hérna er heimasíða Ægisgarðs þar sem er hægt að lesa meira um staðin og Víking leikana: http://aegisgardur.is/

Þar sem ég sé um Víkingleika í Ægisgarði í Reykjavík og er staddur hér í dýrðinni og dásemdinni á Þórshöfn þá fékk ég leyfi frá Vífilfell að fá að halda eitt stykk Víkingleika.

Þeir voru líka til i að veita þannig vel að hægt er að hafa þetta á betra verði en er í Ægisgarði aðeins 4000 kr. i stað 6490 kr.

Deilið gleðinni þetta er skemmtun fyrir alla! (ef þeir hafa aldur til)

Hér er hlekkur á atburðinn á Facebook

0 comments on “Bjórsmakk-Víkingleikar-BárunniAdd yours →

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt.

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.