Þórshöfn Kayak

Auðkenni Ferðmálastofu sem löglegur ferðaskipuleggjandi.
Þórshöfn Kayak hefur starfsleyfi sem ferðaskipuleggjandi frá Ferðmálastofu Íslands.

Þórshöfn Kayak býður upp á kayakleigu- og ferðir um nágrenni Þórshafnar og Langaness.

Ferðirnar byrja í maí 2018.

  • Ferðaskipuleggjandi mun útvega allan nauðsynlegan öryggisbúnað og blautbúninga.
  • Blutbúningur er innifalinn í verði ferðarinnar.

NEP_0034

Ferðir – Maí – September 2018


Þórshöfn KayakFuglar og ströndin

Lýsing: Siglt er að sveitabænum Sætúni og aftur til baka. Upplifðu fjölbreytt fugla- og dýralíf Norðausturlands. Möguleiki er að sjá seli í þessari ferð.

xNEP_9944Verð: 8500 kr.

Lengd ferðar: 2 – 2.5 klst.

Lágmarksfjöldi: 2 manns.

Senda fyrirspurn um þessa ferð


Kayak_5Vitaleiðangurinn

Lýsing: Við siglum norður upp ströndina í átt að Langanesvita. Á leiðinni munum við skoða sjófugla, kristaltæran sjóinn og annað sjávarlíf. Möguleiki er að sjá hvali í þessari ferð.

xxNEP_9746Verð: 9700 kr.

Lengd ferðar: 3 – 3.5 klst.

Lágmarksfjöldi: 2 manns.

Senda fyrirspurn um þessa ferð


Kayak_6Hafralónsá

Lýsing: Við siglum suður eftir ströndinni og látum ölduna bera okkur upp á land. Þaðan göngum við upp að Hafralónsá þar sem við borðum nesti í fallegu umhverfi.

NEP_9831

Verð: 12500 kr.

Lengd ferðar: 4 – 4.5 klst.

Lágmarksfjöldi: 4 manns.

Annað: Nesti innifalið í verði ferðar.

Senda fyrirspurn um þessa ferð


Kayaking around Þórshöfn.Siglt í miðnætursól (Júní og Júlí)

Lýsing: Við leggjum af stað klukkan 22.30 að kvöldi til og höldum í átt að sveitabænum Sætúni. Þar stoppum við og njótum miðnætursólarinnar á ströndinni. Komið verður til baka til Þórshafnar klukkan 01.30 þar sem boðið er upp á létta kvöldhressingu.

xNEP_9332

Verð: 16300 kr.

Lengd ferðar: 3 klst.

Lágmarksfjöldi: 4 manns.

Annað: Kvöldhressing (bjór eða gos) innifalið í verði.

Senda fyrirspurn um þessa ferð


  • Þórshöfn Kayak LogoÍ sérstökum ferðum og þeim ferðum þar sem verður gist er nauðsynlegt fyrir fólk að koma með sína eigin svefnpoka og tjöld. Vinsamlegast hafið samband fyrir frekar upplýsingar!.
  • Gestir eru hvattir til þess að koma með sinn eigin kíki.
  • Ef veður er vont geta ferðir verið felldar niður. Ef ferð fellur niður vegna veðurs fæst full endurgreiðsla á fargjaldi.

 


Sendið okkur skilaboð ef þið viljið bóka ferð

Skráið inn nafn ferðar, fjölda farþega og dagsetningu.